KA
Sannfærandi sigur KA-manna – MYNDIR
13.07.2023 kl. 22:30
Sigurgleði! KA-menn fagna sigrinum í kvöld fyrir framan stuðningsmenn sína, sem fjölmenntu í Úlfarsárdalinn. Ljósmyndir: Þórir Tryggvason
KA-menn gerðu góða ferð til Reykjavíkur í kvöld þar sem sigruðu Connah's Quay Nomads frá Wales 2:0 í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á Framvellinum í Reykjavík.
- Akureyri.net fjallaði um leikinn fyrr í kvöld, sjá hér: Verðskuldaður sigur KA á Connah's Quay Nomads
Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði fyrra markið með stórglæsilegu skoti frá vítateig og Daníel Hafsteinsson það seinna með lúmsku skoti af örlítið lengra færi.
Þórir Tryggvason ljósmyndari var á vellinum og sendi Akureyri.net þessar glæsilegu myndir. Gjörið svo vel!
Daníel Hafsteinsson í baráttu við einn leikmanna Nomads í kvöld. Daníel gerði síðara mark KA í leiknum en faðir hans, Hafsteinn Jakobsson, gerði fyrsta mark KA í Evrópukeppni árið 1990.