KA
Sandra og Miranda fara, Colleen verður áfram
02.07.2021 kl. 10:35
Erlendu leikmennirnir þrír hjá Þór/KA í sumar. Frá vinstri: Colleen Kennedy, sem verður áfram með liðinu, Miranda Smith og Sandra Nabweteme. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Framherjinn Sandra Nabweteme og miðvallarleikmaðurinn Miranda Smith eru á förum frá Þórs/KA-liðinu í knattspyrnu. Þær þykja alls ekki hafa staðið undir væntingum.
Útherjinn Colleen Kennedy verður hins vegar áfram í herbúðum liðsins. Hún kom inn á þegar 70 mínútur voru liðnar af síðastu leik, jafnteflinu gegn Fylki, Nabweteme kom inn á í fáein andartök í lok leiksins en Miranda Smith kom ekkert við sögu.
Öll lið deildarinnar hafa spilað átta leiki; Þór/KA er í næst neðsta sæti með átta stig, ÍBV, Keflavík og Fylkir hafa níu en Tindastóll er á botninum með fimm stig.