Fara í efni
KA

Sandra María best, Amalía efnilegust

Verðlaunahafar, frá vinstri: Sandra María Jessen, Amalía Árnadóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir og Tahnai Annis. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Sandra María Jessen var kjörin besti leikmaður knattspyrnuliðs Þórs/KA í sumar, Amalía Árnadóttir efnilegust og Tahnai Annis var verðlaunuð sem leikmaður leikmannanna, liðsfélaginn. Þá hlaut Agnes Birta Stefánsdóttir Kollubikarinn sem stjórn Þórs/KA veitir í minningu Kolbrúnar Jónsdóttur. 

„Við val á þeim leikmanni sem hlýtur Kollubikarinn eru hafðir til hliðsjónar eiginleikar sem prýddu Kollu sjálfa, áræðni, harka og dugnaður, svo einhverjir séu nefndir. Kolbrún starfaði lengi í kvennaráði (stjórn) Þórs/KA, en hún lést þann 6. júní 2016,“ segir á vef Þórs/KA.

Síðasti leikur Þórs/KA í Bestu deildinni var gegn FH í Hafnarfirði á föstudaginn og lokahóf liðsins fór fram á laugardagskvöldið.

Smellið hér til að sjá frekari fréttir af lokahófinu. 

Smellið hér til að sjá meira um Kollubikarinn.