Fara í efni
KA

Sævar gætti boltans eins og gullmola

Myndir: Skapti Hallgrímsson

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, brosti hringinn eftir að fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í knattspyrnu var orðinn að veruleika í gær og skyldi engan undra. Hann var reyndar ekki einn um það – allir þeir fjölmörgu gulu og bláu á Laugardalsvelli voru í sjöunda himni. Skrifaður var merkilegur kafli í sögu félagsins og Sævar gleymdi því ekki í sigurgleðinni að varðveita þarf eitt og annað áþreifanlegt á tímamótum sem þessum. „Ég fékk boltann hjá dómaranum og ætla ekki að týna honum!“ sagði Sævar við Akureyri.net. Hann hugðist láta alla leikmenn og þjálfara árita boltann sem varðveittur verður í KA-heimilinu til frambúðar.

Bikarinn á Brekkuna!