KA
Rut best – Óðinn og Rakel Sara líka í liði ársins
17.04.2022 kl. 15:10
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, lykilmaður í handboltaliði KA/Þórs, var besti leikmaður Olís deildar kvenna í vetur skv. tölfræði HBStatz, sem heldur utan um alla mögulega tölfræðiþætti fyrir Handknattleikssamband Íslands.
Hér má sjá hvar leikmenn Akureyrarliðanna og Akureyringar í öðrum liðum sköruðu fram úr
- Rut var besti leikmaður Olís deildarinnar og auk þess besti sóknarmaðurinn.
- Rut er vitaskuld í liði keppnistímabilsins, þar er líka Rakel Sara Elvarsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir er annar tveggja varamanna.
- Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaðurinn snjalli í KA, var markakóngur deildarinnar eins og Akureyri.net hefur áður greint frá, hann skoraði auk þess flest mörk í leik að meðaltali og er í liði keppnistímabilsins hjá HBStatz.
- KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson átti flestar stoðsendingar í leik að meðaltali ásamt Tjörva Þorgeirssyni, leikmanni Hauka. Einar Rafn missti af seinni hluta keppnistímabilsins vegna meiðsla og var sárt saknað í KA-liðinu.
- KA-maðurinn í FH-liðinu, Ásbjörn Friðriksson, var besti sóknarmaður deildarinnar í vetur skv. HBStatz og Þórsarinn í liði ÍBV, Sigtryggur Rúnarsson, „stal“ boltanum oftast allra í deildinni í vetur