Fara í efni
KA

Rut Arnfjörð og Ólafur flytja suður í sumar

Handboltahjónin Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson ásamt syninum Gústafi. Myndin er tekin vorið 2021 þegar KA/Þór varð Íslands - bikarmeistari. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Handknattleiksparið Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson flytur suður í sumar eftir fjögur góð ár á Akureyri. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum.

Ólafur lýkur keppnistímabilinu með KA sem stendur í ströngu við að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Olísdeildar þegar þrjár umferðir eru eftir. Rut, sem hefur verið ein allra fremsta handknattleikskona landsins í hálfan annan áratug, hefur verið máttarstólpi í liði KA/Þórs en var í fæðingarorlofi í vetur.

Eftir því sem handbolti.is kemst næst liggur ekki fyrir hvort, og þá ef, með hvaða liðum Rut og Ólafur leika á höfuðborgarsvæðinu á næsta keppnistímabili.

Nánar hér á handbolti.is