Fara í efni
KA

Rodri fór úr axlarlið og verður frá um tíma

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Spánverjinn Rodri – Rodrigo Gomes Mateo – einn lykilmanna knattspyrnuliðs KA fór úr axlarlið í leiknum gegn Vestra á Ísafirði í gær. Það fékkst staðfest í morgun.

Rodri fór meiddur af velli seint í fyrri hálfleik. Hann togaði hressilega í leikmann Vestra til að stöðva hraða sókn en ekki vildi betur til en svo að hann meiddist við það og fékk að auki gult spjald fyrir brotið.

Ekki er ljóst hve lengi Rodri verður frá en öruggt er að hann missir af næsta leik, þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings koma í heimsókn til Akureyrar á laugardaginn kemur.