KA
Rakel Sara og Aldís Ásta koma til greina fyrir HM
29.09.2023 kl. 15:30
Rakel Sara Elvarsdóttir, til vinstri, og Aldís Ásta Heimisdóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Akureyringarnir Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, og Aldís Ásta Heimisdóttir, sem nú leikur með Skara HF í Svíþjóð, eru í hópi 35 leikmanna sem koma til greina í landsliðið í handbolta sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í haust. Hópurinn var tilkynntur í dag.
HM fer að þessu sinni fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og stendur yfir frá 29. nóvember til 17. desember. Ísland leikur í D-riðli HM sem leikinn verður í Stavanger í Noregi. Með Íslandi í riðli verða Frakkland, Slóvenía og Angóla.
Smellið hér til að sjá allan leikmannahópinn