Fara í efni
KA

Pétur ráðinn þjálfari Dalvíkur/Reynis

Pétur Heiðar Kristjánsson og aðstoðarmenn hans. Frá vinstri: Siguróli Kristjánsson, Pétur Heiðar og Jóhann Hreiðarsson.

Pétur Heiðar Kristjánsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis til næstu tveggja ára. Knattspyrnudeildin greindi frá því á heimasíðu sinni í morgun. Jóhann Hreiðarsson verður aðstoðarþjálfari og Siguróli, bróðir Péturs – alltaf kallaður Moli – er titlaður tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar.

Dalvík/Reynir féll úr 2. deild Íslandsmótsins í haust og leikur því í 3. deild næsta sumar, þeirri næst neðstu.

Pétur lék með yngri flokkum Þórs og nokkur ár í meistaraflokki félagsins en hefur einnig leikið m.a. með Leiftri/Dalvík, Keflavík, Dalvík/Reyni, KA og Magna. Undanfarin ár hefur Pétur starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks KA auk þess að þjálfa yngri flokka félagsins.