Fara í efni
KA

Öruggur sigur KA, stelpurnar spila í dag

Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson.

Karlalið KA vann mjög sannfærandi sigur á Aftureldingu í Mizunodeildinni í blaki, efstu deild Íslandsmótsins, í Mosfellsbæ í gær.

Þetta var önnur umferð mótsins, Mosfellingar voru með tvö stig en KA ekkert, eftir tap fyrir Hamri frá Hveragerði í KA-heimilinu í lok september.

„Flestir reiknuðu með hörkuleik enda tvö lið sem ætla sér stóra hluti í vetur en strákarnir voru fljótir að taka yfir leikinn,“ sagði á heimasíðu KA eftir sigurinn. KA komst fljótlega í 8:4 og sá munur jókst jafnt og þétt. Að lokum vann KA fyrstu hrinuna 13:25 og útlitið ansi bjart. Ekki reyndust seinni tvær hrinurnar meira spennandi en sú fyrsta því KA-menn unnu þær báðar 25:12.

Kvennalið KA í blaki mætir Álftanesi í Mizunodeildinni í dag, sunnudag, í KA-heimilinu. Leikurinn hefst kl. 15.00. Engir áhorfendur eru leyfðir vegna sóttvarnarreglna en leikurinn verður í beinni útsendingu á KA-TV – smellið hér til að horfa.