Fara í efni
KA

Öruggur sigur KA og Nökkvi markahæstur

Nökkvi Þeyr Þórisson fagnar fyrra marki sínu gegn ÍA í dag - og hann var ekki sá eini sem gladdist eins og sjá má! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn unnu Akurnesinga örugglega, 3:0, í Bestu deildinni í knattspyrnu í dag á heimavelli. Nökkvi Þeyr Þórisson gerði tvö mörk og Hallgrímur Mar Steingrímsson eitt. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni – hefur gert 13 mörk í 17 leikjum.

KA er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig, Víkingar eru í þriðja sæti með 30 stig en eiga tvo leiki til góða. Breiðablik er efst sem fyrr með 38 stig að loknum 16 leikjum.

Skagamaðurinn Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli eftir rúman hálftíma þannig að KA-menn voru einum fleiri í um það bil klukkutíma. Þeir voru eðlilega miklu meira með boltann en fyrsta markið lét þó bíða eftir sér; Nökkvi Þeyr braut ekki ísinn fyrr en á 68. mínútu.

Nánar í fyrramálið