KA
Öruggur sigur Hamars í fyrsta úrslitaleiknum
Mynd af heimasíðu KA
Hamar vann öruggan sigur á KA í gær í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Leikið var í Hveragerði. Heimamenn unnu 3:0 - 25:18, 25:18 og 25:17.
Liðin mætast á ný í KA-heimilinu á miðvikudaginn. Sigra þarf í tveimur leikjum til að hampa Íslandsbikarnum svo þá verður að duga eða drepast fyrir KA-strákana; vinni þeir ekki heimaleikinn fagna Hvergerðingar meistaratitlinum í KA-heimilinu.
Smelltu hér til að lesa um leikinn á blakfrettir.is