Fara í efni
KA

Öruggur KA-sigur í fyrsta úrslitaleiknum

KA-maðurinn Paula Del Olmo Gomez í leiknum í dag. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

KA vann mjög öruggan sigur, 3:0, á Aft­ur­eld­ingu í fyrsta leik liðanna í úr­slita­ein­vígi Íslands­móts kvenna í blaki í dag í KA-heimilinu.

Aft­ur­eld­ing byrjaði töluvert betur bæði í fyrstu og annarri hrinu en í þeirri þriðju var aldrei spurning um sigur heimamanna.

  • Úrslit í hrinunum í dag: 25:22 – 25:16 – 25:17

Liðin mætast næst í Mos­fells­bæ á þriðju­dags­kvöldið klukk­an 19.00.

Eldhressir KA-menn eftir sannfærandi sigur í dag. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson.