Fara í efni
KA

Öruggt í Keflavík og KA á toppnum

Ásgeir Sigurgeirsson, hér gegn Leikni í síðustu umferð, gerði tvö mörk í Keflavík í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

KA-menn unnu mjög öruggan sigur á Keflvíkingum, 4:1, í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld í Keflavík. Þeir komust þar með upp að hlið Víkinga í efsta sæti deildarinnar, með 10 stig eftir fjóra leiki. Seinna í kvöld komust FH-ingar og Valsmenn í sömu stöðu; Valur vann KR 3:2 í Vesturbænum og FH-ingar unnu HK-inga 3:1 í Kópavogi. Fjögur lið eru því efst og jöfn.

Staðan í Keflavík var 2:1 í hálfleik. Ásgeir Sigurgeirsson gerði tvö fyrstu mörk KA í kvöld en Ástbjörn Þórðarson náði að jafna í millitíðinni. Fyrra markið gerði Ásgeir á 15. mínútu með glæsilegu skoti og það seinna með skalla eftir aukaspyrnu frá Hallgrími Mar á 25. mínútu. Hallgrímur fékk gullið tækifæri til að koma KA í 3:1 í lok fyrri hálfleiksins en Sindri Kristinn Ólafsson varði vítaspyrnu frá honum en boltinn rataði hins vegar rétta leið eftir skot Hallgríms um miðjan seinni hálfleikinn; eftir langt innkast fékk hann boltann fyrir utan teig og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Vert er að geta þess að Hallgrímur er markahæstur í deildinni,  hefur gert fimm mörk í fjórum fyrstu leikjunum.

Það var svo Elfar Árni Aðalsteinsson semi gerði fjórða mark KA á síðustu andartökunum. Hann kom af varamannabekknum á 68. mínútu og skoraði þegar komið var fram í uppbótartíma. Langþráð mark Elfars, eins og lesa má um hér.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.