Fara í efni
KA

Opið hús og mót hjá lyftingadeild KA

Lyftingadeild KA verður með opið hús í dag, gamlársdag, þar sem öllum er velkomið að kíkja við og kynna sér aðstöðuna og starf deildarinnar. Einnig verður Gamlársmót sem stefnt er á að verði árlegur viðburður í kjölfarið.

Lyftingadeildin, sem stofnuð var á árinu, er með aðsetur í Tryggvabraut 22 þar sem komið hefur verið upp glæsilegri aðstöðu.

Mótið verður tvískipt, byrjað verður á ólympískum lyftingum fyrir hádegi og við taka svo kraftlyftingar eftir hádegi. Möguleiki er á því að keppa í annarri greininni eða báðum.

Ólympískar lyftingar

„Mótið hefst klukkan 11:00 og keppt verður í hámarks þyngd í clean, unnið verður eftir svokölluðu "last man standing" fyrirkomulagi þar sem stöngin byrjar í 50kg fyrir karla og 35kg fyrir konur og þyngist um 5kg upp í 110/75 kg, eftir það þyngist stöngin um 2.5 kg þar til einn stendur eftir sem sigurvegari,“ segir á heimasíðu KA.

Kraftlyftingar - Bekkpressumót

Á heimasíðu KA segir: „Vigtun er klukkan 12:00 og hefst mótið sjálft klukkan 13.00. Keppt verður bæði í karla og kvennaflokki og verða verðlaun fyrir stigahæstu lyftarana.“