Fara í efni
KA

Óðinn Þór valinn í æfingahóp landsliðsins

Óðinn Þór Ríkharðsson hornamaður úr KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaðurinn öflugi hjá KA, er í leikmannahópi Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara í handbolta, sem  mun æfa saman 1. til 6. nóvember. Æfingarnar marka upphafið að undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar.

Óðinn, sem  er 24 ára og kom til KA í sumar frá Team Tvis Holstebro í Danmörku, að 14 landsleiki að baki og hefur gert 44 mörk.

Á heimasíðu HSÍ kemur fram að eftir að þessu verkefni lýkur komi liðið ekki saman á ný fyrr en eftir áramót, þegar lokaundirbúningur fyrir EM hefst. Þá verða m.a. spilaðir tveir vináttulandsleikir gegn Litháen hér heima. Liðið heldur utan 11. janúar en fyrsti leikur Íslands á EM er föstudaginn 14. janúar gegn Portúgal.

Þórsarinn Arnór Þór Gunnarsson, sem leikur einmitt í sama horni og Óðinn Þór, gefur ekki kost á sér til æfinga að þessu sinni vegna meiðsla í mjöðm. Hann hefur reyndar leikið með Bergischer í þýsku deildinni undanfarið en verður í fríi í æfingavikunni.

Hópurinn er þannig skipaður - í sviga fjöldi leikja og skoruð mörk.

Markmenn:

  • Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0)
  • Grétar Ari Guðjónsson, Nice (7/0)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1)

Aðrir leikmenn:

  • Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76)
  • Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593)
  • Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo (82/230)
  • Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0)
  • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14)
  • Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0)
  • Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120)
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51)
  • Haukur Þrastarson, Lomza Vive Kielce (20/22)
  • Hákon Daði Styrmisson, Gummersbach (6/23)
  • Kristján Örn Kristjánsson, Pauc Handball (12/18)
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44)
  • Ólafur Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266)
  • Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (56/150)
  • Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndball (12/24)
  • Teitur Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22)
  • Viggó Kristjánsson, Stuttgart (21/55)
  • Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (52/23)