Fara í efni
KA

Óðinn Þór í landsliðinu gegn Austurríki

Óðinn Þór Ríkharðsson hefur leikið mjög vel með KA í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaðurinn snjalli í KA, er í landsliðshópnum í handbolta fyrir viðureignir Íslands og Austurríkis í mánuðinum. Þjóðirnar mætast í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu 2023.

Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 18 leikmenn sem mæta Austurríki í umspilsleikjum um laust sæti á HM 2023. Fyrri leikurinn verður ytra, í borginni Bregenz, miðvikudaginn 13. apríl kl. 16:00 og sá síðari á Ásvöllum laugardaginn 16. apríl. kl. 16:00. Miðasala á heimaleik liðsins er hafin og stefnir allt í að það uppselt, skv. tilkynningu frá HSÍ. Hægt er að kaupa miða hér

Leikmannahópur Guðmundar Guðmundssonar er þannig skipaður; í sviga fjöldi leikja og skoruð mörk.

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (240/16)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (33/1)

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (67/78)
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (156/607)
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (87/257)
Daníel Þór Ingason, Bailingen-Weilstetten (36/11)
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (19/23)
Elvar Ásgeirsson, Nancy (5/12)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (51/132)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (35/63)
Haukur Þrastarsson, Vive Tauron Kielce (20/22)
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (54/81)
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (9/9)
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (64/209)
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (27/26)
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (29/68)
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckat Löwen (60/31)

Báðir leikir Íslands verða í beinni útsendingu á RÚV.