Fara í efni
KA

Nýja gervigrasið vígt gegn Reyni í bikarnum

KA-strákarnir á fyrstu æfingunni á nýja gervigrasinu í vikunni. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson.

Fyrsti leikurinn á nýja gervigrasvellinum á KA-svæðinu verður í dag þegar KA mætir liði Reynis frá Sandgerði í 32 liða úrslitum bikarkeppni Knattspyrnusambandsins, Mjólkurbikarkeppninni.

Ef allt verður með felldu fara KA-menn örugglega áfram í 16 liða úrslitin; liðið er í öðru sæti efstu deildar Íslandsmótsins, Bestu deildarinnar, með 16 stig að loknum sjö leikjum. Reynir er í næst neðsta sæti í 2. deild, þriðju efstu deild íslandsmótsins. Liðið hefur tapað þremur fyrstu leikjunum í sumar.

Leikurinn á KA-vellinum hefst klukkan 16.00.