Fara í efni
KA

Nýi KA-maðurinn sleit hásin – verður lengi frá

Handknattleiksmaðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson, sem samdi við KA í síðustu viku, sleit hægri hásin á laugardaginn og verður frá keppni næsta hálfa árið, hið minnsta. Hann fer í aðgerð í vikunni. Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greinir frá þessu og vísar í handball-world.

Í síðustu viku var tilkynnt að Bjarni Ófeigur væri á heimleið og hefði samið til þriggja ár við KA. Meiðslin eru reiðarslag fyrir leikmanninn og  lið hans, GWD Minden, sem berst fyrir lífi sínu í næst efstu deild Þýskalands, svo og fyrir KA því Bjarna Ófeigi var ætlað stórt hlutverk í liðinu. Í fréttinni kemur fram að hann verði frá sex mánuði hið minnsta þannig að leikmaðurinn missir af fyrri hluta næsta keppnistímabils. Vonandi kemst Bjarni Ófeigur nógu snemma á ferðina til þess að taka þátt í stærstum hluta leiktíðarinnar.

Nánar hér á handbolti.is.

Frétt Akureyri.net í síðustu viku:

Bjarni Ófeigur til KA frá Minden – semur í þrjú ár