Fara í efni
KA

Norðberg frá KA en ekki ljóst hvert leiðin liggur

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Færeyski handboltamaðurinn Allan Norðberg er á förum frá KA eftir fimm ár hjá félaginu. Þetta kemur fram á handboltavef Íslands, handbolti.is, í dag.

Allan hefur ýmist leikið sem hornamaður eða skytta. Ekki er ljóst hvar hann leikur næsta vetur en Færeyingurinn segist vera í sambandi við nokkur lið. Í gær var greint frá því að félagi Norðberg í færeyska landsliðinu, markvörðurinn Nicholas Satchwell, væri á förum frá KA til Noregs. Smellið hér til að lesa nánar um það.