KA
Nökkvi skoraði og lagði upp mark í sigri
Nökkvi Þeyr Þórisson var í stóru hlutverki hjá Beerschot þegar liðið sigraði Lommel í næst efstu deild í Belgíu í gær. Hann lagði upp eitt mark og gulltryggði 3:1 sigur liðsins þegar hann gerði síðasta markið.
Nökkvi, sem Beerschot keypti af KA í sumar, hefur staðið sig afar vel undanfarið. Beerschot er í 5. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 12 umferðir.