Fara í efni
KA

Nökkvi skoraði aftur fyrir Beerschot

Nökkvi Þeyr Þóris­son skoraði síðara mark Beerschot þegar liðið sigraði KMSK Deinze 2:0 í kvöld og fór þar með á topp belgíu B-deildarinnar í fótbolta.

Nökkvi skoraði snemma í seinni hálfleik. Þetta var annað mark hans fyrir félagið sem hann gekk nýlega til liðs við frá KA; fyrsta mark Nökkva fyrir Beerschot gerði hann í bikarleik á dögunum.