Fara í efni
KA

Nokkrir blakarar úr KA sköruðu fram úr í vetur

Mynd af heimasíðu KA

Tveir leikmenn KA voru kjörnir í lið ársins í kvennaflokki í blaki og einn leikmaður karlaliðsins. Þá var Miguel Mateo Castrillo kosinn besti þjálfari í kvennaflokki, Julia Bonet Carreras besti erlendi leikmaðurinn og Auður Pétursdótti efnilegasti leikmaðurinn.

  • Eftir að síðasta leik lauk í Unbroken deildum karla og kvenna hófst kosning, að því er segir á heimasíðu Blaksambands Íslands. Kosningarétt höfðu þjálfarar (40%) og fyrirliðar (40%) liðanna í deildunum tölfræðin yfir árið gilti 20%.

KA-fólkið sem hlaut viðurkenningu að þessu sinni:

  • Julia Bonet Carreras var kjörin besti erlendi leikmaður Unbrokendeildar kvenna auk þess að vera valin í úrvalslið deildarinnar sem kantur. 
  • Helena Kristín Gunnarsdóttir var einnig valin í úrvalslið Unbrokendeildar kvenna sem kantur. 
  • Auður Pétursdóttir var kjörin efnilegasti leikmaður Unbrokendeildar kvenna. Hún er aðeins 16 ára.
  • Gísli Marteinn Baldvinsson er í úrvalsliði Unbrokendeildar karla sem miðja. Hann varð þriðji blokkhæsti leikmaður deildarinnar með 49 blokkstig.
  • Miguel Mateo Castrillo er þjálfari ársins í Unbrokendeild kvenna.

Nánar hér á heimasíðu KA

Frétt á heimasíðu Blaksambands Íslands

Julia Bonet Carreras var kjörin besti erlendi leikmaður Unbrokendeildar kvenna auk þess að vera valin í úrvalslið deildarinnar. Mynd af vef KA.