Fara í efni
KA

Naumt tap í Eyjum í níu marka leik!

Sandra María Jessen gerði tvö mörk í Eyjum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Viðureign ÍBV og Þórs/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Eyjum í kvöld var ótrúleg. ÍBV sigraði 5:4 eftir að Stelpurnar okkar í Þór/KA komust í 3:0!

Fyrri hálfleikurinn gekk allt að því fullkomlega upp hjá Þór/KA miðað við leikáætlunina. Heimaliðið var meira með boltann, gestirnir vörðust aftarlega en skutust fram í skyndisóknir þegar færi gafst og uppskeran var fullkomin: þrjú mörk á fyrsta hálftímanum.

ÍBV gerði svo tvö mörk á síðustu fimm mínútunum, fyrst með skalla eftir aukaspyrnu og síðan með skoti sem fór í varnarmann og breytti um stefnu þannig að Harpa átti ekki möguleika á að verja. Varnarleikur Þórs/KA var ekki upp á marga fiska í aðdraganda marksins.

ÍBV jafnaði snemma í seinni hálfleik en Tiffany McCarty kom Þór/KA yfir á ný þegar 20 mínútur voru eftir. Hnitmiðað skot utan teigs fór yfir markvörðurinn og í netið.

Aftur birti til hjá gestunum þegar Tiffany skoraði, eftir þunga sókn ÍBV, en fimm mínútum síðar var Saga Líf Sigurðardóttir rekin af velli fyrir grófa tæklingu. ÍBV jafnaði fljótlega og sigurmarkið kom á síðustu sekúndum leiksins. Sannarlega lygileg viðureign og gríðarlega svekkjandi fyrir leikmenn Þórs/KA að fara tómhentir frá Eyjum.

„Það er hægt að segja ým­is­legt um þenn­an leik, það er hægt að kenna veðrinu, ferðalag­inu, rauða spjald­inu, dóm­ar­an­um og öll­um um þetta. Þegar upp er staðið er þetta und­ir okk­ur komið og ekki boðlegt að tapa leik þar sem þú ert kom­in 3:0 yfir. Þetta á bara ekki að ger­ast og tap verður varla sár­ara en þetta,“ sagði Sandra María í viðtali við mbl.is.

Mörk Þórs/KA

0:1 Sandra María Jessen (8. mín.)

0:2 Sandra María Jessen (20. mín.)

0:3 Tiffany McCarty (28. mín.)

3:4 Tiffany McCarty (69. mín.)

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.