KA
N1 fótboltaveisla KA – MYNDIR
03.07.2022 kl. 18:15
Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni í úrslitaleik A-liða á N1 móti Ka. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Um 2000 strákar tóku þátt í N1 móti KA í knattspyrnu sem stóð frá miðvikudegi til laugardags. Það eru strákar í 5. aldursflokki, 11 og 12 ára, sem þar reyna með sér. Breiðablik sigraði í keppni A-liða eftir flottan úrslitaleik við Stjörnuna en keppt var í nokkrum deildum. Mótið, sem var nú haldið í 36. skipti, er eitt allra fjölmennasta og glæsilega íþróttamót sem haldið er hérlendis ár hvert.