KA
Myndaveisla úr leik Þórs/KA og Breiðabliks
Leikmenn Þórs/KA á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA hóf keppni í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, í gærkvöldi eins og Akureyri.net greindi frá. Liðið tapaði 4:1 fyrir Breiðabliki í Kópavogi og vonandi er fall fararheill. Hafliði Breiðfjörð, hinn snjalli ljósmyndari fótboltavefsins fotbolti.net, var mættur með tæki sín og tól á Kópavogsvöll og birti í morgun flotta myndasyrpu frá leiknum. Smellið hér til að sjá myndir Hafliða.