Fara í efni
KA

Mjög sannfærandi sigur KA á ÍBV

Bjarni Aðalsteinsson hleypur fagnandi frá marki eftir að hann skoraði í dag; þetta var annað mark Bjarna í efstu deild Íslandsmótsins. Það fyrra var gegn ÍA í ágúst 2021. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA sigraði ÍBV á mjög sannfærandi hátt, 3:0, í Bestu deild karla í knattspyrnu á heimavelli í dag. Fyrirliðinn, Ásgeir Sigurgeirsson, gerði eina mark fyrri hálfleiks en Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórison bætti við mörkum í þeim seinni. Bakvörðurinn Þorri hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum Íslandsmótsins.

KA gerði jafntefli gegn KR í fyrstu umferðinni og er því komið með fjögur stig. KR og FH eru einnig með fjögur stig eftir leiki dagsins en KA er með betri markatölu og því efst. Umferðinni lýkur með þremur leikjum á morgun.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Nánar síðar