Fara í efni
KA

Mjög auðvelt hjá KA gegn Víkingi

Einar Rafn Eiðsson var besti maður KA í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA-menn unnu auðveldan sigur á Víkingum í Reykjavík í kvöld, 31:22, í Olís deild karla í handbolta.

Leikmenn KA lögðu grunninn að öruggum sigri með frábærri frammistöðu í fyrri hálfleik. Að honum loknum var staðan 18:6 og þrátt fyrir að heimamenn næði aðeins að klóra í bakkann í seinni hálfleik voru úrslitin löngu ráðin.

Allan Nordberg, sem hefur haft hægt um sig í vetur, gerði 9 mörk í leiknum en Einar Rafn Eiðsson, sem gerði 7 mörk, var besti maður KA eins og svo oft áður. Hann skapaði urmul tækifæri fyrir samherja sína.

Þetta var síðasta leikur KA á árinu og sá næsti er raunar ekki fyrr en snemma í febrúar, eftir Evrópumót landsliða. Að 13 leikjum loknum eru KA-menn í áttunda sæti deildarinnar með 12 stig.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum.