Fara í efni
KA

Mikilvægur leikur Stelpnanna okkar í dag

Andrea Mist Pálsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros (17) fagna sigurmarki þeirrar síðarnefndu gegn Þrótti á Þórsvellinum í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA tekur á móti ÍBV í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn, sem hefst klukkan 16.45, er afar mikilvægur því Stelpurnar okkar eru í harðri baráttu um að halda sér í deildinni.

  • Frítt er á völlinn eins og síðast í boði ónefnds stuðningsmann liðsins!

Tvö lið falla og Þór/KA er nú í þriðja neðsta sæti með 13 stig eftir 14 leiki. Afturelding er aðeins einu stigi á eftir, en liðið er búið með 15 leiki og KR er neðst með 7 stig eftir 15 leiki.

ÍBV er í sjötta sæti með 22 stig. Fyrri viðureign liðanna í sumar, sem fram fór í Eyjum, var ótrúleg: Þór/KA komst í 3:0 á fyrsta hálftímanum, ÍBV gerði tvö mörk áður en fyrri hálfleik var lokið og jafnaði snemma í seinni hálfleik, Þór/KA komst aftur yfir en ÍBV gerði tvö síðustu mörkin og vann 5:4!

Eftir leik dagsins eru þrír umferðir eftir af deildinni.

  • Keflavík - Þór/KA, sunnudag 18. september kl. 14.00
  • Þór/KA - Stjarnan, sunnudag 25. september kl. 14.00
  • KR - Þór/KA, laugardag 1. október kl. 14.00

Haraldur Ingólfsson, liðsstjóri Þórs/KA með meiru, birti ákall til Akureyringa í vikunni þar sem hann hvetur sem allra flesta til að mæta og styðja við bakið á stelpunum.

Akureyri.net tekur undir með Haraldi - ALLIR Á VÖLLINN! ÁFRAM ÞÓR/KA!