Fara í efni
KA

Meistararnir unnu eftir mikla spennu

Hraðaupphlaup! Rakel Sara Elvarsdóttir nær boltanum á undan Elvu Björk Davíðsdóttur og stuttu síðar söng hann í neti Stjörnumarksins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu Stjörnuna 27:26 í Olís-deild Íslandsmótsins handbolta í KA-heimilinu í dag. Liðið hefur þar með unnið bæði leikina til þessa.

Fyrri hálfleikurinn í dag var hnífjafn og staðan 12:11 að honum loknum. Meistararnir náðu öruggri forystu, 21:14, um miðjan seinni hálfleik og þegar liðlega þrjár mínútur voru eftir var enn útlit fyrir öruggan sigur. Staðan þá 27:22, en gestirnir úr Garðabæ neituðu að játa sig sigraða og gerðu fjögur síðustu mörkin!

Rakel Sara Elvarsdóttir gerði 8 mörk fyrir meistarana, Ásdís Guðmundsdóttir 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 3, Sofie Soberg Larsen 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1 og Rut Jónsdóttir 1. Matea Lonac varði 8 skot.

Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.