KA
Meistaramyndband af gullstelpum KA/Þórs
11.06.2021 kl. 18:12
Íslandsmeistarar KA/Þórs 2021. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Íslandsmeistaratitill Stelpnanna okkar í handboltaliði KA/Þórs verður lengi í minnum hafður. Veturinn allar verður raunar öllum minnisstæður því KA/Þór sigraði fyrst í Meistarakeppni HSÍ, varð síðan deildarmeistari og loks Íslandsmeistari.
Ágúst Stefánsson, sjónvarpsstjóri KA, hefur klippt saman stórskemmtilegt myndband, flotta syrpu um lokasprettinn að Íslandsmeistaratitlinum, sem hann birti á heimasíðu KA í dag og gaf Akureyri.net góðfúslegt leyfi til að birta. Myndefnið er fengið úr útsendingum Stöðvar 2 Sport. Njótið!
Smelltu hér til að horfa á myndbandið.