KA
Mateo frábær þegar KA-menn unnu Þróttara
Mynd af Facebook síðu KA
KA-menn unnu Þróttara úr Fjarðabyggð 3:2 í frábærum leik á Íslandsmóti karla í blaki í KA-heimilinu í kvöld. „Miguel Mateo Castrillo fór hamförum og gerði 40 stig er strákarnir náðu að klára leikinn í oddahrinu með minnsta mun!“ segir á Facebook síðu KA.
Úrslit hrinanna urðu þessi, KA - Þróttur: 24:26 – 25:16 – 25:18 – 20:25 – 15:13