KA
Matea Lonac semur til næstu tveggja ára
04.05.2021 kl. 06:00
Matea Lonac ver með tilþrifum frá Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik KA/Þórs og Vals um helgina. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Matea Lonac, króatíski markvörðurinn í handboltaliði KA/Þórs, skrifaði í gær undir nýjan samning til tveggja ára. „Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Matea verið frábær í marki liðsins undanfarin tvö tímabil,“ segir á heimasíðu KA. Þar er þess getið að Matea hafi í vetur verið með hæstu prósentuvörslu allra aðalmarkvarða í efstu deild Íslandsmótsins, Olísdeildinni.
KA/Þór er í efsta sæti Olísdeildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi, þegar liðið mætir Fram í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn.