Fara í efni
KA

Martha heiðruð og KA/Þór vann Hauka

Martha Hermannsdóttir fyrir leikinn í gær. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson.

KA/Þ​ór vann Hauka með eins marks mun, 26:25, í Olís­deild Íslandsmótsins í handbolta í KA-heimilinu í gær.

  • Fyrir leikinn var Martha Hermannsdóttir heiðruð af stjórnendum KA/Þórs og hyllt af mörgum stuðningsmönnum liðsins. Martha, burðarás og fyrirliði KA/Þórs til margra ára – m.a. þegar liðið varð Íslands- og bikarmeistari vorið 2021 – ákvað að leggja skóna á hilluna í sumar og því var vel við hæfi að heiðra hana fyrir ómetanlegt framlag, fyrir fyrsta heimaleik liðsins í vetur.

Leikurinn var æsispennanandi en Anna Þyrí Hall­dórs­dótt­ir tryggði Stelpunum okkar bæði stigin með sigurmarkinu rétt fyrir leikslok.

Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik og staðan 10:10 að honum loknum. KA/Þór byrjaði mun betur í seinni hálfleik en gestirnir neituðu að játa sig sigraða og úr varð skemmtilegur spennuleikur.

Mörk KA/Þ​órs: Lydía Gunnþórs­dótt­ir 5, Rut Jóns­dótt­ir 5, Krist­ín A. Jó­hanns­dótt­ir 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Anna Þyrí Hall­dórs­dótt­ir 3, Hrafn­hild­ur Irma Jóns­dótt­ir 2, Katrín Vil­hjálms­dótt­ir 1, Júlía Björns­dótt­ir 1, Hulda Bryn­dís Tryggva­dótt­ir 1.

Var­in skot: Matea Lonac 20.

Rut Arnfjörð sækir að vörn Haukaliðsins í gær. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson