Fara í efni
KA

Markakóngur Olís úr KA þriðja tímabilið í röð

Einar Rafn Eiðsson varð markakóngur Olís deildarinnar í vetur, í annað skipti á ferlinum. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson
Þriðja keppnistímabilið í röð er leikmaður KA markakóngur Olísdeildar karla, efstu deildar Íslandsmótsins í handknattleik. Að þessu sinni varð Einar Rafn Eiðsson markahæstur með 162 mörk í 22 leikjum, eða 7,36 mörk að jafnaði í leik.
 
Handboltavefur Íslands, handbolti.is, fjallar ítarlega um markahæstu menn vetrarins. Þar er rifjað upp að á síðasta ári varð Óðinn Þór Ríkharðsson markahæsti leikmaður Olísdeildar og þar áður, keppnistímabilið 2020 - 2021 skoraði Árni Bragi Eyjólfsson manna mest í Olísdeildinni. Skemmtilegt er að allir eru þremenningarnar örvhentir!
 
Nánar hér á handbolti.is
 
Einar Rafn var sá leikmaður sem skoraði mest í einum leik í deildinni í vetur, 17 mörk gegn Gróttu í 33:33 jafntefli í KA-heimilinu í desember. Hér er umfjöllun um þann leik.