Fara í efni
KA

Margrét valin best og Kimberley efnilegust

Frá vinstri: Alma Sól Valdimarsdóttir, besti liðsfélaginn í 2. flokki, Steingerður Snorradóttir, besti leikmaður 2. flokks, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, efnilegust í meistaraflokki og Margrét Árnadóttir, besti leikmaður Þórs/KA. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Margrét Árnadóttir var valin besti leikmaður knattspyrnuliðs Þórs/KA í sumar og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir efnilegust. Þetta var tilkynnt á lokahófi liðsins í Hamri á laugardaginn. Þá fékk Hulda Björg Hannesdóttir Kollubikarinn, sem veittur er í minningu Kolbrúnar Jónsdóttur, fyrrverandi leikmanns og stjórnarmann, og afhentur var í sjöunda sinn. 

Í lokahófinu var einnig tilkynnt að Steingerður Snorradóttir hefði verið valin besti leikmaður 2. flokks Þórs/KA og Alma Sól Valdimarsdóttir besti liðsfélaginn í 2. flokki. Þar eru það leikmenn sem kjósa og einnig í 3. aldursflokki en þjálfarar velja í meistaraflokki. Þór/KA tefldi fram tveimur A-liðum og einu B-liði í 3. flokki og lið A1 varð bæði Íslands- og bikarmeistari.

Á vef Þórs/KA er fjallað ítarlega um lokahófið í máli og myndum.

Nánar hér: Margrét best og Kimberley Dóra efnilegust

Nánar hér: Hulda Björg fékk Kollubikarinn

Dætur Kolbrúnar heitinnar afhentur bikarinn sem við hana er kenndur. Frá vinstri: Arna Kristinsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir með Kollubikarinn og Ágústa Kristinsdóttir. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.