KA
Lokaspretturinn að hefjast í blakinu
KA tekur á móti HK í fyrsta leik undanúrslita Íslandsmótsins í blaki karla klukkan 19.00 í kvöld. Liðin hafa barist um stóru titlana undanfarin ár þannig að gera má ráð fyrir alvöru leik.
Leikið er heima og að heiman en vinni liðin hvort sinn leik verður leikin gullhrina í Kópavoginum til að fá úr því skorið hvort fer í úrslit.