Fara í efni
KA

Lokaskotið í leik KA og Hauka – MYNDBAND

Skjáskot af Vísi

KA-menn voru grátlega nálægt því að tryggja sér framlengingu í síðasta leiknum gegn Haukum í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eins og Akureyri.net greindi frá í gærkvöldi. Úrslitin réðust á lokasekúndunni. Vísir birti í morgun mynband af lokasókn KA-manna, sem náðu að opna vörn Hauka upp á gátt en síðasta skotið fór rétt framhjá markinu í þann mund er leiktíminn rann út. Ótrúleg óheppni hjá þeim góða leikmanni, Einari Birgi Stefánssyni. Sjón er sögu ríkari.

Smellið hér til að sjá myndbrotið