KA
Liðin fimm sem KA getur mætt í Evrópukeppninni
20.06.2023 kl. 08:15
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA-menn komast að því í dag hverjir mótherjar þeirra verða í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Dregið verður eftir hádegi og í morgun var upplýst hvernig liðunum er raðað í hópa og styrkleikaflokka.
KA er í neðri styrkleikaflokki og mætir einhverju þessara fimm liða:
- Linfield, Norður-Írlandi
- Dundalk, Írlandi
- Connah's Quay Nomads, Wales
- Progrés Niederkorn, Lúxemborg
- Inter Club d'Escaldes, Andorra
Fyrsta umferðin fer fram dagana 13. og 20. júlí. Heimaleikur KA verður á Framvellinum í Úlfarsárdal.