KA
Leik frestað vegna Covid smita hjá KA/Þór
Frá síðasta leik KA/Þórs og ÍBV í undanúrslitum Íslandsmótsins í fyrravetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Leik KA/Þórs og ÍBV á Íslandsmóti kvenna í handbolta, sem átti að fara fram í KA-heimilinu á morgun, hefur verið frestað vegna Covid smita hjá KA/Þór. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands.
Uppfært kl. 16.09 - HSÍ hefur tilkynnt að vegna Covid smitanna er einnig búið að fresta leik KA/Þórs gegn HK, sem átti að fara fram 9. febrúar í Kórnum í Kópavogi.