KA
Kristín Aðalheiður áfram með KA/Þór
29.05.2024 kl. 10:45
Vinstri hornamaðurinn Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við handboltalið KA/Þórs og mun leika með félaginu í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Samningur Kristínar og KA/Þórs er til tveggja ára.
Kristín, sem verður 25 ára í sumar, hefur leikið alls 115 meistaraflokksleiki í deild, bikar og Evrópukeppni. „Það eru frábærar fréttir að við séum búin að framlengja við Kristínu og verður áfram spennandi að fylgjast með framgöngu hennar á vellinum fyrir KA/Þór. Hún er algjör lykilleikmaður fyrir komandi ár, hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu og er auk þess góð fyrirmynd fyrir hina fjölmörgu ungu leikmenn í liðinu,“ segir Stefán Guðnason formaður KA/Þórs í tilkynningu félagsins um undirskriftina.