Fara í efni
KA

Körfu-Þórsarar heima, handboltamenn syðra

Óskar Þór Þorsteinsson og lærisveinar hans í körfuboltaliði Þórs taka á móti Hamarsmönnum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Þórs í körfubolta tekur á móti Hamri úr Hveragerði í næst efstu deild Íslandsmótsins í Íþróttahöllinni í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 19.15.

Þórsarar eru enn án stiga í deildinni að fjórum umferðum loknum en lið Hamars er í fimmta sæti með fjögur stig.

Karlalið bæjarins í handbolta leika bæði suður á landi í kvöld. KA-menn mæta Selfyssingum í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins, og Þórsarar sækja HK-inga heim í Kópavog í næst efstu deild, Grill 66 deildinni. Báðir handboltaleikirnir hefjast klukkan 19.30.