KA
Keppni frestað á Möltu, Gunnar Örvar á heimleið
Gunnar Örvar Stefánsson í leik með St. Andrews.
Gunnar Örvar Stefánsson, knattspyrnumaður úr KA, er á heimleið frá Möltu. Hann var lánaður til St. Andrews FC sem leikur í næst efstu deild, lánssamningurinn var til 15. apríl en keppni hefur verið frestað fram í miðjan apríl vegna Covid-19. Framherjinn stóri og stæðilegi var með St. Andrews í 13 leikjum og gerði fimm mörk.