Fara í efni
KA

Keflavík í heimsókn hjá Þór/KA í lokaleiknum

Leikmenn Þórs/KA fagna sigurmarki Karenar Maríu Sigurgeirsdóttur gegn Tindastóli í síðasta heimaleik. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór/KA tekur á móti liði Keflavíkur í dag, í lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna, efstu deildar Íslandsmótsins knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 14.00 á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) og skiptir miklu máli í  botnbaráttunni, þótt Stelpurnar okkar séu ekki í fallhættu.

Fylkir er fallinn úr deildinni, hefur lokið keppni og er með 13 stig. Tindastóll er næst neðstur með 14 stig úr 17 leikjum og Keflavík er með 17 stig eftir jafn marga leiki.

Annað hvort Tindastóll, sem tekur á móti Stjörnunni í dag, eða Keflavík, fellur því ásamt Fylki. Markatala Keflavíkurliðsins er mun Sauðkrækinga; Keflavík hefur skorað 10 mörkum minna en liðið hefur fengið á sig, en Tindstóll er með 16 mörk í mínús.  Til að halda sæti í deildinni þarf Tindastóll því að sigra Stjörnuna með nokkurra marka mun Þór/KA sömuleiðis að gera nokkrum mörkum meira en Keflvíkingar.

Hér má sjá stöðuna í deildinni.