KA
KA/Þór tekur á móti ÍBV í Olísdeildinni
KA/Þór tekur á móti ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins, í dag kl. 15.00 í KA-heimilinu.
Stelpurnar okkar í KA/Þór eru í fimmta sæti, hafa fengið fjögur stig úr sjö leikjum en ÍBV er í þriðja sæti með 10 stig úr jafn mörgum leikjum.
Lið KA/Þórs er mikið breytt frá því í fyrra og auk þess hafa meiðsli lykilmanna hrjáð liðið. Mikið mæðir því á ungu leikmönnunum í hópnum.