Fara í efni
KA

KA/Þór tapaði í Eyjum og er fallið úr bikarnum

KA/Þór er fallið úr bikarkeppni kvenna í handbolta eftir 33:25 tap fyrir ÍBV í 16-liða úrslitum keppninnar í dag. Leikið var í Vestmannaeyjum.

Fyrri hluti leiksins var jafn og þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik munaði aðeins þremur mörkum. Þá skiptu heimamenn hins vegar um gír og stungu af og náðu mest 10 marka forystu. Munurinn varð ekki síst jafn mikill og raun ber vitni vegna frábærrar frammistöðu markvarðar ÍBV; Marta Wawrzy­kowska varði 17 skot – 47% þeirra skota sem hún fékk á sig, sem er með ólíkindum.

Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5/1, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Júlía Björnsdóttir 1, Svala Björk Svavarsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 7 (18,4%), Sif Hallgrímsdóttir 1 (33,3%).