Fara í efni
KA

KA/Þór tapaði fyrir Haukum í Hafnarfirði

Lydía Gunnþórsdóttir var öryggið uppmálað í gærkvöldi. Hún gerði sjö mörk, þar af sex úr vítakasti - þar sem hún var með 100% nýtingu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór tapaði 26:20 fyrir Haukum í Hafnarfirði í gærkvöldi í Olís deild kvenna, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Liðið er því aðeins með eitt stig að loknum fimm leikjum og í neðsta sæti ásamt Stjörnunni.

KA/Þór gerði fyrsta markið og komst í 4:1 eftir fjórar mínútur en Haukar gerðu næstu fimm mörk og komust yfir. Staðan í hálfleik var 13:11 fyrir Hauka.

Heimaliðið gaf ekkert eftir í seinni háfleik, náði mest sjö marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir, 24:17, og munurinn var sex mörk í lokin.

Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 7 (6 víti), Nathalia Soares Baliana 4, Telma Lís Elmarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Rafaele Nascimento Fraga 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 17 (39,5%)

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina