Fara í efni
KA

KA/Þór mætir ÍBV í Eyjum í bikarkeppninni

Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, og liðsfélagar hennar mæta ÍBV í Eyjum í bikarkeppninni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór dróst gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta. Dregið var í morgun og er þetta eina viðureignin þar sem lið úr efstu deild Íslandsmótsins mætast. Leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 15. eða miðvikudaginn 16. nóvember.

Aðrir leikir í 16-liða úrslitunum eru þessir:

  • Víkingur - Fjölnir/Fylkir
  • ÍR - HK
  • Afturelding - Stjarnan
  • FH - Selfoss
  • Grótta - Haukar

Tvö lið sátu hjá og komst því beint í átta liða úrslitin: bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar Fram.