Fara í efni
KA

KA/Þór getur komist áfram í dag

Martha Hermannsdóttir í baráttunni gegn Haukum á fimmtudaginn. Ljósmynd: Þórir Tryggason

KA/Þór getur komist í fjögurra liða úrslit Íslandsmótsins í handbolta kvenna með sigri á Haukum í Hafnarfirði í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Liðin mættust í KA-heimilinu á fimmtudaginn þar sem Stelpurnar okkar unnu 30:27 í hnífjöfnum hörkuleik. Með sigri í dag kemst KA/Þór áfram í undanúrslit með sigri, sem fyrr segir, en komi til þriðja leiks verður hann í KA-heimilinu á þriðjudaginn.