Fara í efni
KA

KA/Þór fer til Norður Makedóníu

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og stöllur hennar í KA/Þór fara til Norður Makedóníu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór mætir Gjoche Petrov-WHC frá Skopje, höfuðborg Norður Makedóníu í 1. umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta. Dregið var í morgun.

Leikið er heima og að heiman og skv. drættinum verður fyrri leikurinn ytra, 8. eða 9. október og sá seinni á Akureyri 15. eða 16. október.

KA/Þór tók í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni í fyrra, sigraði þá meistaralið Kósóvó í fyrstu umferð en datt út eftir tap gegn spænska liðinu Elche í þeirri næstu.